Til hamingju Sigga og Árni!
Við vöknuðum í morgun við sms frá einhverju númeri sem ég kannaðist ekki við... Drengur Árnason fæddur, tæpar 13 merkur og 48 cm - öllum heilsast vel. Humm.. var Árni Cyber að eignast barn án þess að við vissum það? Nei, hvaða Árni er þetta...? Ekki.... nei... ég trúi því ekki... Ekki Árni og Siggalára? En... En... við áttum að vera á undan... :-/ Öfundun hvarf fljótlega fyrir samgleðjun og móðirin greinilega að leggja það í vana sinn að eignast barn þegar það eru þorrablót... hehe... Við hér í Tunglsýkinni óskum þeim amk innilega til hamingju og hlökkum til að sjá myndir.
Í dag ætlar Einsi að kalla mig Bree.