Einverjir samdrættir...
... hafa gert var við sig í morgun og hélt ég að þetta væri að byrja, bannaði Einsa að fara í vinnuna - bjuggum vel um okkur upp í rúmi... og ég steinsofnaði! Vaknaði 3 tímum seinna við þann draum að barnið var einn og hálfur meter þegar það loks kom út, svo lengi hafði bökunartíminn verið á því...
Veit svei mér þá ekki hvað ég á að gera, það eru engir verkir með þessum samdráttum svo ég er bara hress og kát, útsofin og langar bara til að kíkja í Kringluna á smá útsölulabb...!
Agalega verður maður samt glaður þegar líf manns hættir að snúast um einhverja útvíkkun, hagsæld og legvatn - þegar barnið verður komið og maður hættir að blogga um klofið á sér hérna inni og fer að hafa skoðun á hinum ýmsustu hlutum aftur :-)
Þessi Kompásþáttur á þriðjudaginn s.l. var t.d. sláandi... undarlegt hvað ríkið lærir aldrei af reynslunni og virðist vera misþroska eitthvað... eins er Guðmundur í Byrginu svo óforskammaður að það hálfa væri nóg. Minnir mig á það... einu sinni vorum við á árshátíð JB (þar sem ég er að vinna) og sátum við með forstjóranum, framkvæmdastóranum og fleira skemmtilegu fólki til borðs. Bæjarstjórinn í Kópavogi, Guðmudur Birgisson sat með sinni konu einnig við borðið og voru þau hin almennilegustu, engir stjörnustælar og voru bara næs. Nema hvað... Drottningin eins og hún er þegar hún er komin í glas, fær Alshæmer olræt og kallar kallinn alltaf Guðmund í Byrginu... haha.. held samt (vona) að hann hafi ekki heyrt til mín... :-)