Konur með einn í útvíkkun...
...fá víst enga samúð - eins og bókin góða segir. Það á við um mig, en eftir skoðun í morgun er ég víst orðin ,,hagstæð" (veit, ljómar eins og veðurlýsing...), komin með einn í útvíkkun og hreyft var við belgnum. Það leiðinlega við þessa skoðun var að við hittum Guðrúnu okkar ekki aftur, en hún hefur verið mín ljósa þessa meðgöngu, en kannski fáum við hana í heimavisité ef hún hefur tíma eftir að blessað barnið er komið í heiminn... ljósmóðursneminn sem hefur einnig fylgt okkur eftir vill ólm þá fá að fylgja með og hún er líka að vinna upp á Hreiðri - svo ef við náum þeim í ,,öllum pakkanum" þá er þetta bara eins og MFS (meðganga, fæðing, sængurlega)... og það er bara brill. Við amk kvöddum þær stöllur með trega áðan, því þær eru svo ótrúlega æðislegar og það vita þær sem hafa gengið í gegnum að það verða að vera góð tengst á milli ljósmóður og foreldra, annað gengur ekki.
Næsta heimsókn er upp á Landspítala í monitor á þriðjudaginn, ef svo ólíklega vill til að barnið sé ekki komið fyrir þann tíma - en ég stefni á að klára þetta bara af í dag... það er svo hipp og kúl að eiga eitt barn 31. desember og það næsta 31. janúar... þá eigum við Einsi bara eftir 31. febrúar, 31. mars, 31. apríl...
Endilega ef þið eigið svona Hríðastrauma í farteskinu þá sendið til okkar, er að vísu ekki með faxtæki en tek á móti öllum hugskeytum með kökk í hjarta :-)