Páskakvekende!
Komnir páskar, hálfnaðir og alles. Við erum búin að liggja í þvílíku letenne og hafa það dásamlegt hér í Álakvíslinni. Elduðum læri um daginn og fengum Alex Skúla í dinner, Gumminn minn er að deila með okkur helginni svo við fáum reglulega Mosa í heimsókn (sonur hans er með þetta vinnuheiti þangað til hann verður skírður, sko) og heŕ er reglan að sofa vel út alla daga og fara ekki í föt fyrr en mar nennir. Við Alli fórum í laaaangan göngutúr í gær,lögðum bílnum hjá Hlemmi og löbbuðum niður Laugaveginn með systur hans í vagninum. Destineisjónið var Kolaportið en Alla langaði svo í páskaegg frá Kólus... þegar þangað var komið voru þau uppseld :-( Því þrömmuðum við upp Laugaveginn aftur, páskaeggjalaus og vildi ég bjóða honum í hressingu á kaffihúsi í smá sárabætur. Jújú, hann var alveg til í það... þangað til hann uppgötvaði þann sið Íslendinga að skilja vagnana eftir fyrir utan og fylgjast með börnum sínum úr fjarlægð. Þá snarhætti hann við því hann var alveg fullviss að einhver myndi taka barnið og krefjast lausnargjalds eða selja í þrældóm :-) ...Svo við fórum bara til JóaFel og fengum okkur gúmmelaði heima. Við Einsi keyptum svo stórt egg handa honum í gær og vildi hann geyma það yfir nóttina í ísskáp, svo það væri kalt og ferskt í morgunmatinn - við vorum ásátt um að hann væri orðinn of gamall til að láta fela fyrir sér eggið. Af sjálfsögðu varð ég að brjóta þá reglu í morgun... tók eggið hans úr ísskápnum og setti þar sem eggið okkar Einsa er (á skenknum inn í stofu, blasir vel við) og faldi okkar egg... svo hann á eftir að a)tjúllast úr í mömmu sína á eftir b)hlæja bara að þessu ... vona ég að hann verði b-týpa í dag :-) Alltaf gaman að rækta sinn innri páskaunga... kvekendeð ég :-)
Við fengum skemmtilega heimsókn í gærkvöldi en Bjarni og Elva voru að ferma Ingu Lind á 700 Egs. og kíktu þau við hjá okkur í kaffo'meþþí en þau voru að fara til Danmerkur eldsnemma í morgun. Þau eru svo mikið yndi og alltaf gaman að sjá svona gamla og gróna vini (þau líta samt sko ekkert út fyrir að vera gömul... bara svona 25 or só!) en þau komu með Ívar og Hildi Vöku með sér. Hildur passaði GulluNóu ekkert smá vel eins og má sjá :-)

Jæja, drengurinn kominn niður og gerir sig líklegann til að opna ísskápinn - bezt að skríða í felur :-)
Gleðilega páska!