Tunglsýki Siggudísar

 

Bloggarar :

    Lilja & co.
    Halla krútt!
    Spunkhildar snilldin
    Þórunn Gréta
    Krumminn:-)
    Kynlegi Kvisturinn
    Ingunn
    Lilja lipurtá
    Bjarni og Elva
    Þráinn Sláinn
    Vibba
    Ásta Yfirnorn
    Gerður
    Siggi Huldar
    Syss
    Die Skelfir
    Svandís
    Skotta
    Heida The Beib
    Ási
    Ari bró
    Sigga Lára
    Gunnella glímudrottning
    Kollý
    Varrius
    Naflaló
    Nafna min
    Skaldid

Skemmtilegir krakkagormar

    R.E.M.
    G.S.M.
    Karitas Kjartansdóttir
    Guðlaug Nóa

Myndir

     Myndir
     Fleiri myndir
     Enn fleiri myndir
     Enn emm fleiri myndir
     Vetur 2007
     Eldgamalt
     Vetur 2008
     Dóttirin fallega
     Mars
     Marokkó
     Apríl & maí
     Sumar 2008
     Sumar 2008 Part Deux
     September 2008
     Október 2008
     November & des 2008

Hreyfimyndir

     Við á Youtube
  

     

Fyrri færslur:

  • desember 2009
  • nóvember 2009
  • september 2009
  • ágúst 2009
  • júlí 2009
  • maí 2009
  • apríl 2009
  • mars 2009
  • febrúar 2009
  • janúar 2009
  • desember 2008
  • nóvember 2008
  • október 2008
  • september 2008
  • ágúst 2008
  • júlí 2008
  • júní 2008
  • maí 2008
  • apríl 2008
  • mars 2008
  • febrúar 2008
  • janúar 2008
  • desember 2007
  • nóvember 2007
  • október 2007
  • september 2007
  • ágúst 2007
  • júlí 2007
  • júní 2007
  • maí 2007
  • apríl 2007
  • mars 2007
  • febrúar 2007
  • janúar 2007
  • desember 2006
  • nóvember 2006
  • október 2006
  • september 2006
  • ágúst 2006
  • júlí 2006
  • júní 2006
  • maí 2006
  • apríl 2006
  • mars 2006
  • febrúar 2006
  • janúar 2006
  • desember 2005
  • nóvember 2005
  • október 2005
  • september 2005
  • ágúst 2005
  • júlí 2005
  • júní 2005
  • maí 2005
  • apríl 2005
  • mars 2005
  • febrúar 2005
  • janúar 2005
  • desember 2004
  • nóvember 2004
  • október 2004
  • september 2004
  • ágúst 2004
  • júlí 2004
  • júní 2004
  • maí 2004
  • apríl 2004
  • mars 2004
  • febrúar 2004
  • janúar 2004
  • desember 2003
  • nóvember 2003
  • október 2003
  • september 2003
  • ágúst 2003
  • júlí 2003
  • júní 2003
  • maí 2003
  • apríl 2003
  • mars 2003
  • febrúar 2003
  • janúar 2003

     

    

 


þriðjudagur, apríl 29

Farin og komin aftur... 



Já, þetta var merkileg ferð og stórskemmtileg í flesta staði! Gulla Nóa var eins og engill í vélinni út og líka heim aftur, svaf og ekki varð vart við neinar hellur í litlum eyrum. Að vísu var þessi leiguvél svo mikið drasl að ég var dauðhrædd um að hreyfillinn myndi detta af í flugtaki, enda sneisafull vél af kyrrsetufólki - það kom allskonar brak og óhljóð en ég huggaði mig við það að fyrst það var ennþá verið að fljúga svona gamalli vél hlyti hún að vera komin með góða reynslu og væri búin að þola meira og alvarlegri veður en íslenska golu og andvara. Þegar við komum út fengum við barna- og óléttufólkið að fara beint upp í herbergi, enda lentum við ELD snemma (06 um morguninn) og gátum við lítið sofið... nema Gulla Nóa... ég ætlaði sko að vera vakandi ef við skyldum hrapa... bara svona just in case :-)

Hótelið var af sjálfsögðu Brilljant - blóm og gjafakörfur tóku á móti okkur, barnarúm og pelahitari
og stærsta rúm sem ég hef lagst til hvíldar í... útsýnið stórfenglegt og tvískipt baðherbergi. Betra gat það ekki verið. Við sváfum fram eftir degi, fórum svo út á röltið eftir að búið var að maka barn og maka með sunblokkara, borðuðum hádegisverð á hótelinu (aðeins tíuþúsundkall íslenskar, takk fyrir... dýrasta máltíðin í ferðinni...), sváfum meira og slökuðum á. Svoleiðis liðu dagarnir, við borðuðum ótrúlega góðan mat, en það er bara Klikk góður matur þarna úti, sváfum mikið, gengum mikið, hlógum mikið og skemmtum okkur konunglega, enda var félagsskapurinn ekkert slor :-) Við versluðum ógurlega lítið enda þarf að prútta og var ég hreinlega ekki stemd til að standa í því... þarf að vera í sérstöku skapi til þess, þ.e. full eða eitthvað og það þarf einbeittan drykkjuvilja til að finna á sér þarna úti í hitanum. Og þá er komið að veðraskýrslunni... hitinn skreið örugglega yfir 40 gráðurnar í sólinni yfir h-degið, það var passlegt á morgnanna og um eftirmiðdaginn sem og á kvöldin... svona í kringum 20 stig eða svo... lítill sem enginn raki og þurfti maður að drekka og drekka til að verða ekki örmagna. Gulla Nóa greyið þurfti á vökva að halda og drakk hún svolítið sykurvatn sem og þurrmjólk úr pela enda hafði ég ekki undan að framleiða handa henni... hún var kannski líka ekkert svo mikið svöng greyið, heldur bara þyrst eins og við hin... Staðan núna er þannig að ég er greinilega eitthvað búin að missa mjólkina niður á þessu ferðalagi og er að vinna hana upp á fullu. Gef mér þessa viku til að redda því áður en ég fer að hafa áhyggjur...

Myndir eru hér

Annars er gott að vera komin heim, Gulla hin fjórfætta er alveg búin að vera í himnaríki síðan við mættum á svæðið og er ástsjúk með meiru :-)

Já... og Gleðilegt sumar allir saman og takk fyrir veturinn!

P.s. Hvað varð um byltinguna sem var að skella á þegar við fórum út á fimmtudaginn...? Við vorum alveg sannfærð um að hún væri afstaðin þegar við komum til baka, en svo virðist hún bara hafa fjarað út...?

Comments: Skrifa ummæli