The heat is on!

Þegar við ákváðum á sínum tíma að skella okkur í þessa árshátíðarferð til Marrakesh þá skoðaði ég vel meðalhitan á þessum tíma m.t.t. að vera með ungabarn á ferð - sá ég að hitinn væri um 20 gráður svo það var ákveðið að slá til. Vill ekki betur til en svo að það er þvílík hitabylgja þarna úti, hitinn búinn að vera um 30 stig og skríður upp í 36 á fimmtudag og fram yfir helgi... og hver er að koma til Marrakesh þá? Jú, full vél af fölbleikum Íslendingum :-)