Áfallahjálp!

Við hjónaleysin fórum í brúðkaup í gær út í Viðey og var Heiða að passa litluna á meðan. Við lögðum úr höfn kl. 15:30 og allt gekk vel framanaf, eða þar til daman vaknaði eftir örstuttan næturblund... og þá byrjuðu sko lætin! Heiða greyið hringdi í mig í áfalli korteri seinna og ljáði mér hljóðdæmi - sem var ekkert smá! Lungun höfðu verið öskruð úr líkamanum og daman var fjúríus úr mömmusýki - og akkúrat þá horfði ég á eftir ferjunni í land og ekki von á henni til baka fyrr en klukkutíma seinna :-( ... daman grét sig því í svefn eftir þrjú korter og lítið sem ég gat gert annað en að horfa á símann minn og bíða eftir jákvæðu sms-i... ég dreif mig svo í land því ég vildi sko ekki að barnið þyrfti að ganga í gengum þetta aftur - og akkúrat þegar ég kem heim þá var hún vöknuð aftur og gleðin sem skein úr augum barnsins var ólýsanleg :-/ ... því fór sem fór en ég náði að sjá brúðhjónin heita hvort öðru tryggð, ást og ég veit ekki hvað, borðaði góðan mat í frábærum félagsskap og náði að finna á mér í tja... korter held ég... :-)
Ekki veit ég hvernig þessar mæður fara að sem fara að vinna frá börnunum sínum sex mánaða - ég er amk alls alls ekki tilbúin né Nóan mín :-)