Nýjar tölur

Ætli það sé ekki best að setja nýjustu tölur hér inn líka en daman fór í mælingu og sprautun í morgun, hún 8 reyndar að fara þegar hún var fimm mánaða en þar sem við vorum stödd á Hornó þá var þessari mælingu frestað þar til nú...
Hún er semsé orðin:
7.860 grömm og 68 cm á hæð (eða lengd) ...
Fékk fína einkun en kúrfan hennar hefur heldur betur tekið kipp eftir að hún fór að fá að borða, hún lítur út eins og verðbólgan hér á Íslandi - liggur eiginlega lóðrétt! Við meigum fara að hætta þessu þurrmjólkurdæmi og gefa henni Stoðmjólk og daman fær nú bara sopa á næturnar þegar ég næ í hana upp í rúm til okkar... ég er rosalega dugleg við að setja hana aftur í rúmið sitt eftir gjafir en það hefur vel komið fyrir að við vöknum saman í hjónarúminu með pabba gamla... hvernig sem stendur á því... ekki er barnið farið að ganga í svefni?