Skemmtileg heimsókn!

Í dag kom Tommi frændi (sonur Fríðu Syss) í kaffivisité en hann er að halda til Eyja á morgun til að hjálpa til við að halda uppi röð og reglu þar um Verslunarmannahelgina... þau myndast svona agalega vel frændsystkynin :-)
... við ætlum aftur á móti að halda til hér í bænum um helgina... ég ætla að gera tilraun til að detta í það á morgun (tilraun #2) og Einar fær að fara út í kvöld í staðinn :)
... vonandi skemmta sér allir vel um helgina, ganga hægt um Gleðinnar dyr og muni eftir því sem gerðist um helgina :-)