Smá mont!

Daman er bara farin að sitja alveg sjálf og ef hún dettur á hliðina þá er það ógurlega hægt og ber hendurnar fyrir sig. Hún gerði sér líka lítið fyrir og skrúfaði af lokið af varasalva áðan - svo fínhreifingarnar hjá henni eru bara upp á tíu - hún hefur líka gert ,,hvað ertu stór?" en bara einu sinni og þá brá henni örugglega við fagnaðarlætin sem brutust út. Hún hendir líka hlutum frá sér og berast þeir talsverða vegalengd, svo hún kann alveg að sleppa á réttu augnarbliki. Það er svo gaman þegar svona hlutir gerast og persónan að koma í ljós - hún er hroðalega ákveðin og ef hún meiðir sig (sem gerist ekki oft, sem betur fer) þá fer sko reiðivélin í gang - við erum annars mjög heppin með hana, hún er alltaf brosandi og getur dundað sér við að skoða snuðið sitt í dágóða stund og hefur ekki fengið kvef né hita (sjö, níu, þrettán)....
Verð síðan að fara að gera myndaskurk - það bíða örugglega 100 myndir eftir því að komast á netið!
... nenni því kannski í kvöld....