Til hamingju Ísland!

Af sjálfsögðu var blásið til veislu hér eldsnemma í morgun og henti kerlingin í Amerískar pönnsur og tók á móti gestum. Sumir komu beint neðan úr miðbæ en aðrir bara úr rúmunum sínum - Fékk alla fjölskylduna til að kíkja niður í gúmmelaði og stemmara á einhverjum tímapunkti þótt sumir hafi farið að sofa aftur.. gaman að því. Verst að þetta lið var barsta ekkert það sama og spilaði á föstudaginn, þreytan og ánægjan með að næla sér í amk silfrið greinilega að hafa áhrif á menn - en hey! Við fengum 15 silfurpeninga í dag og margfölduðum þar með silfrið í skápum okkar :-)
Alda og Einar Logi með skvísuna að hvetja okkar menn áfram