Dagurinn í dag...
Byrjaði á skemmtilegri sundstund hjá okkur - GullaNóa var að fá svona kút sem hún getur setið í og fannst henni rosalega gaman að prufukeyra hann - sem og okkur foreldrunum að fylgjast með henni. Svo kafaði hún náttlega eins og herforingi, synti eins og hermaur og reis næstum upp úr balanum sem ég lét hana sitja í á meðan við vorum að sturta okkur... greinilegt að tími þess er liðinn og nú er bara að hafa hana í sturtustól :-/
Svo brunaði ég í Ríkið löngu fyrir h-degi og leið eins og hinum fullkomna róna þegar ég bað um kældan bjór, á virkum degi ...

Svo var fengið sér sígó og bjór ÞVÍ VIÐ UNNUM FOKKANS ÞJÓÐVERJANA! ... ógurlega stolt af strákunum, en þetta kom mér svosem ekkert á óvart, því þegar það er engin pressa á okkar mönnum þá leikum við eins og heimsmeistarar... best að óska þeim alls ills í næsta leik (Alexander Peterson er sko #1 á 1 manns listanum hjá mér!) :-/

Svo kom Heiða okkar í kaffling og horfði smá á leikinn með okkur - held að hún hafi barasta verið happa :-)

Svo fórum við niður í bæ að gefa öndunum brauð og þessi helvítis mávadjöflar gengu svo framm af mér að ég er ennþá með ógeðið upp í hálsi... hélt á einni brauðsneið og var að reyna að henda ögnum til andanna, en fann svo bara þyt í hárinu og allt í einu hélt ég bara á hálfri brauðsneið! Þá hafði eitt ógeðið barasta ráðist á brauðið og skeitti engu um hver eða hvað hélt á því... var alveg með hroll í hárinu í allan dag... ætti að skjóta þessar lirfur með vængi á færi... selja bara veiðileyfi á þá á Menningarnótt og nota peninginn til að kaupa brauð handa greys sveltandi öndunum sem eru við Tjörnina... eða hreinsa hana bara... eða bara hreinsa út borgarstjórann... ?

Því næst fórum við á Austurvöll og hittum fullt af fólki sem við þekkjum, þ.a.m. var hún Alda okkar að skála í hvítvíni og Sprite... mmmm... mjög ljúffengt, svona rétt þegar bjórinn var farinn að renna af mér :-)

Svo var farið áleiðis heim, en við ætlum að grilla með vinum okkar í kvöld og svo er póker með genginu...
Úffff....allt of langt og flókið blogg... farin út í sólina ;-)