???

Veit ekki með ykkur en ég er gjörsamlega búin að fá mig fullsadda af hroka og yfirgangi Geirs H. Haarde... áðan var viðtal við hann á Stöð tvö vegna þessarar skýrslu um veru okkar á lista Hinna Staðföstu Þjóða... eitthvað er komið fram um að Bandaríkin hefðu verið búin að bóka stuðning okkar við þá áður en við gáfum út yfirlýsingu þess efnis, en það líklegast eitthvað fléttað við brotthvarf hersins frá Keflavíkurflugvelli... kannski fengum við að hirða allt draslið eftir þá ef við segðum bara já og amen... eftirá? Hvað um það - Geir fyrst neitar að kannast við að þeir hefðu verið búnir að bóka stuðninginn við okkur áður en það var gefið út og skákar einum degi í frásögn Forsætisráðherra vors - svo segir hann það barsta ekkert skipta máli - getur ekki séð að það komi málinu við - eða neinu máli...
Af sjálfsögðu gleypti fréttamaðurinn þetta bara og viðtalinu lauk - enda var hann líklegast búinn að bóka þetta viðtal með löngum fyrirvara og vill ekki blása á hárið á Forsætisráðherra Vorum með ,,dónalegum" spurningum...
Legg til að það verði gerð þjóðarsöfnun og að við sendum manninn á námskeið í að koma fram fyrir alþjóð, því hann er jú að vinna fyrir okkur, er það ekki? Og á maður ekki að koma fram við atvinnurekanda sinn af virðingu og vera viljugur til að svara spurningum fulltrúa þeirra?
... mig grunar amk að ef ég svaraði mínum vinnuveitanda svona þá yrði maður fljótlega látinn fara...
...svo er það bara spurningin hvort Sjálfstæðismenn hafi lesið bloggið mitt, því það lítur allt út fyrir að þeir vilji ,,hreinsa út borgarstjórann"... :-)
... gott að vita að einhver er að lesa, annar en mamma og Fríða syss ;-)