Þá veit ég það...

Dóttir mín er ekki lesbísk, né hommi af sjálfsögðu - en við mæðgur fórum í Gay Pride núna áðan og hef ég aldrei séð barnið jafn fúlt í jafn langan tíma - henni fannst þetta ekkert sérlega sniðugt :-( Eina sinn sem hún brosti var þegar ég tók upp myndavélina en hún er bara orðin svo skylyrt hjá okkur að það bara kemur sjálfkrafa :-) Hún brosti að vísu aftur þegar við fórum til Heiðdísar og Hróa en þau búa svo vel að búa á Bankastræti og svalirnar hjá þeim eru þakið á húsinu fyrir neðan með útsýni yfir bókstaflega allt! Þar hittum við Heiðu okkar, Heiðdísi, Ragga og Kjartan - og það fannst nú dömunni ekkert leiðinlegt! Héldum við svo heim á leið og var ekkert lítið gott að leggjast aðeins í sófann og hvíla lúin bein - enda fórum við líka eldsnemma í sund... svo þetta er búinn að vera heljarinnar dagur og ekki liðinn enn....