Berðu mig í móa? Úti í Hróa?

Mamma er kominn í bæinn og ætlar að vera í einhverja daga hjá okkur svo núna erum við sannkölluð stórfjölskylda! Af sjálfsögðu var tekið á móti henni með læri og tilheyrandi og við Alli bjuggum til klikk ostaköku - sem var bara punkturinn yfir i-ið.... ef ég hefði fengið mér aðra sneið hefði ég sprungið í loft upp eins og kallinn í myndinni þarna. Annars er lítið að frétta, erum bara í eldhúsinnréttingarpælingum og hellum okkur væntanlega út í það í vikunni, daman er alltaf jafn dásamleg og hættir aldrei að brosa og svo á að reyna að skella sér í smá berjamó... veit bara ekkert hvert er best að fara... any ideas? Ég fór einu sinni á stað sem mér fannst vera agalega heppilegur, þá var Alli minn bara sex ára og við vopnuðumst dósum og teppi og ætluðum sko að græða ber... ég brá mér bara rétt fyrir utan Reykjavíkinna, taldi mig heppna að þurfa ekki að eyða deginum í langferð og við týndum smá ber... ekkert mikið neitt, ég var alltaf að heyra einhverja skothvelli og hélt að rjúpnatímabilið væri byrjað. Svo kom ég í vinnuna daginn eftir og var að montast yfir því hvað ég var sneddý... en komst þá að því að ég fór víst með drenginnn á æfingarsvæði Skotveiðifélags Íslands! Úfff...