Skruppum í skoðun...
og fengum svona líka glimrandi einkun fyrir barnið - en nákvæm mæling sýnir að hún er orðin 8.470 grömm og 70,5 cm að lengd. Svo það er allt í góðu - nema hvað ég er ansi hrædd um að hún sé núna komin með læknafóbíju - hún bilaðist þegar hún fékk sprautuna og mundi greinilega vel eftir þessum fæðuofnæmislæknadjöfli sem píndi hana svo síðast ...
En hún fékk sem sé góða einkun og við góða heilsu - í dag ætlum við með barnið í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn að skoða dýrin... enda er að ég held eini sólskynsdagurinn í allri vikunni í dag :-)