Tvær dömur í fríi og kallinn að vinna :-(
Góðum kafla í lífi okkar mæðgna er lokið - Einsi er farinn að vinna :( Fyrsti dagurinn í dag og hann svaf yfir sig, þ.e. daman ákvað að sofna kl. 19:30 í gær og svaf alveg til níu, en þá ætlaði Einsi að vera löööngu mættur í vinnuna - en það er allt í lagi - gott að gíra sig bara rólega upp. Við erum svo bíllausar á morgun og verðum að rölta okkur um allt ,,eins og í gamla daga" - labba út í búð og kannski á bókasafnið. Verð að viðurkenna að ég sakna þessarar rútínu svolítið, vakna, búa um rúmin, borða og gera morgunverkin - leggja sig svo kannski með dömunni, vakna, borða, leika sér og gera smá húsverk og leika sér svo meira... þegar Einsi er heima þá freistast maður alltaf í einhverjar framkvæmdir eða ferðalög...
Ég kannski drullast til að baka þessa súkkulaðiköku sem er búin að vera á takteininum aaaansssi lengi...?