Sko...
Núna er ég atvinnulaus og lítið við því að gera í augnablikunu og þygg þar af leiðandi greiðslur frá hinu opinbera. Nú hafa bæturnar staðið í stað alveg lon og don í mörg mörg ár, eða síðanm 2004 að mér skilst. Það þorir engin að segja það en það geysar bara óðaverðbólga og lítið sem yfirvöld eru að gera til að sporna við því... nema af sjálfsögðu að skera stærri kökusneið handa sér, en í dag var ákveðið að hækka laun þeirra um tuttuguþúsund á mánuði.
Hvaða úrræði höfum við sem erum atvinnulaus til að knýja á um leiðréttingu bóta okkar? Veit að það hljómar hálf kjánalega en hvað myndi gerast ef við færum í verkfall? Myndum bara setjast niður þar sem við erum og ekki hreyfa okkur fyrr en tuttuguþúsundkallinn væri kominn inn á bókina okkar, afturvirkt eins og hjá þessum háu herrum. Okkar bætur standa í stað og erum við líklegast sá hópur innan þjóðfélagsins sem verðum líklegast meðhöndluð eins og skítugu börnin hennar Evu - með skúringahönskum, töngum og sápuvatni áður en við fáum kjarabætur.