Nýtt met!
Ég lagði mig með GulluNóu í dag, en dagsvefninn hennar hefur verið í algeru fokki. Nærsvefninn hefur verið slæmur, viðráðanlegur þó... en dagsvefninn bara enginn... korter- tuttugumínútur í svefn yfir allan daginn er ekkert grín fyrir 9 mánaða barn. Hvað þá þegar hún var 3ja mánaða. Núna ákvað semsé kjérlingin að færa fórnir... lagði sig með henni og náði til að láta barnið sofa í þrjá tíma! Ég var af sjálfsögðu neydd til að vera upp í rúmi líka og svaf sjálf mest allan tímann og held ég bara að við mæðgur höfum haft gott af því :-)
Ætla að gera þetta út þessa viku og sjá hvort hún fatti ekki hvað það er gott að sofa vel og lengi :-)
Annars heyrði ég í Röggu minni áðan, rosaleg hamingja hjá henni og get ég ekki lýst því hvað það er góð tilfinning að vita það :-)