Níu mánaða!
Daman varð níu mánaða í gær og Sævar Óli frændi eins árs... hvað tíminn flýgur þegar maður borðar flugur, jahérnahér :-) Annars er aðeins að rofa til í svefnmálum - daman er búin að snarminnka vaknanirnar sínar en getur vel tekið erfiða 2ja tíma vökur inn á milli... bara svona rétt til að minna aðeins á sig :-)
Annars er stór stór helgi framundan, FanFest hjá Einsa (Nördalert til ykkar hinna!), brunch með frænkunum og niðjum á morgun, báðir bræðurnir í bænum og öll fjölskyldan komin með kort í Veggsporti... nú skal sko mörinn leka af okkur og skvassið stundað af kappi!
Að lokum er svo hér einn góður - góða helgi!