ok....
Við erum víst að fá lán frá IMF, sem er reyndar með dularfyllri málum í íslenskri stjórnmálasögu. Lánið kemur ekki - fullt af þjóðum segjast ætla að lána okkur ef við fáum lán frá IMF.. IMF ætlar að lána okkur ef allir aðrir gera það.. pólverjar segjast ætla að lána okkur en ekki vill Geir kannast við það.
Ég legg til að ráðamenn þjóðarinnar fari bara að eiga samskipti sín á milli, taki upp símann og svari í hann þegar hann hringir... og síðast en ekki síst...talið við OKKUR! Vott þe fokk is góing on? Nógu erfitt er að hlusta á seðlabanka(ó)stjóra tala verðið á íbúðinni minni niður um 45%, horfa á verðtryggða lánið mitt éta upp þessa þúsundkalla sem ég var búin að eignast í henni og lifa við að lánið verði líklegast mikið mun meira en eigin sjálf, atvinnuleysi tíuprósent og ég finn enga vinnu til að sækja um... útlitið er heldur dökkt þessa dagana og einhvernveginn dapurlegt að hlusta á hvern fréttatímann á fætur öðrum sem byrjar á slæmum fréttum eða einhverjum misskilningi og óstjórn...
Er ekki kvennalandsliðið í fótbolta að fara að keppa bráðlega? Bara svona svo maður hafi einhverja von fyrir íslenska sálu...