Afmælisæði er þetta...
Langbestasta vinkona mín í öllum heiminum og þó lengra væri leitað er heilla þrjátíu og fimm ára í dag. Í tilefni daxins þá fór hún að vinna í 12 tíma og gerir eitthvað svipað á morgun... og hinn. Ég stalst þó til hennar til að knúsa og ætla að finna eitthvað ógó sætt handa henni á morgun, með annari vinkonu hennar - dóttur minni :-) Dóttirin ákvað þó að gefa henni eitthvað alveg unique og það sem bara hún getur gefið - en hún fékk tönn númer fimm í dag, tönnin við hliðina á framtönnum í efri góm. Veit bara ekki hvað hún heitir ... heita ekki tennurnar eitthvað?
Eníhú... elsku Heyja okkar - innilega velkomin í thörtýfævklúbbinn, þú ert ÆÐI!
Tvær glaðar vinkonur saman eftir góða fjallgöngu í sumar - tekið á Kirkjubæjarklaustri ágúst 2008