Já, var það ekki...?

Vissi að svefnin hjá þessu blessaða barni kæmist í lag við það að komast aðeins frá mér - GN er búin að sofa í um þrjá tíma á dag úti í vagni hjá Hafdísi þessa viku! Ég er búin að vera að gera snemmbúna vorhreingerningu á meðan daman er í aðlöguninni - þríf og þvæ eins og vindurinn ... og sakna hennar alveg ógurlega á meðan :-/
Það er svona með okkur kerlingarnar, aldrei ánægðar - kvarta yfir því að fá ekki frið til að þrífa fyrir blessuðu barninu þegar hún er hjá mér og þegar hún er farin þá sakna ég hennar of mikið til að þrífa... það er vandratað í henni veröld...