Til hamingju með afmælið elsku Alli minn!

Elskulegi Alli minn á afmæli í dag, en hann er orðinn heilla 15 ára. Hann er endalaus uppspretta gleði og ánægju í mínum huga, hann er ótrúlega duglegur, ákveðinn (lesist: þrjóskur), samviskusamur og ég gæti hreinlega verið allt kvöld að telja upp mannkosti hans og yndislegheit. Hann er steingeit fram í fingurgóma - hann heldur aftur af mér þegar ég vil gera símaat eða djóka í ókunnugum, hann sér alltaf skynsömu hliðina á flestum hlutum og fæst sem hann getur ekki gert. Hann var ekki ánægður með einkunirnar sínar s.l vor svo hann ákvað sjálfur að taka sig á - hann uppskar þann árangur núna um jólin að ég fékk hringingu frá skólanum þar sem honum er boðið í hraðferð núna á vorönn því hann fékk svo góðar einkunnir! Hann er yndið mitt, sól og frumburður sem ég elska út af öllu þessu lífi... elsku Ali minn - til hamingju með afmælið!
P.s. Gleðilegt nýtt ár allir saman og takk fyrir það liðna - ég er barasta of upptekin á sál og líkama til að vera með einhverjar yfirlýsingar og sniðugan annál hér á netinu - er of upptekin við að knúsa familýjuna mína, borða góðan mat og drekka góð vín. Sjáumst á nýju ári ;-)