Fyrsti skóladagurinn búinn :-)
Jæja, þá er fyrsta skóladeginum lokið - Drottningin skráði sig í smá nám en ég er að nema Svæðisleiðsögn um Reykjavík, í kvöldskóla nokkur kvöld í viku. Fyrsta kvöldið var í kvöld og er ég bara sátt - held að ég og nokkrar þarna húrrum niður meðalaldurinn þarna inni, en þarna eru m.a. menntaðir arkitektar og allskonar menntafólk... Kreppan greinilega að banka upp á á flestum hurðum. Hvað um það - gaman í skólanum og fyndið að vera aftur sest á skólabekk :)
Daman er lögst í pest, en þar sem þetta er bara önnur pestin á hennar ævi og er bara hiti og hor þá ætla ég ekki að kvarta - janúar var huxaður sem veikindamánuður fyrir hana, því ekki hefur ónæmiskerfið haft mikið að gera áður en hún fór til dagmömmunar. Ekki nóg með að daman liggi í móki - Húsbóndinn á heimilinu liggur henni við hlið og kvartan sáran um flökurleika og almenna vanlíðan :-( Alli er nýskriðinn upp úr 4ra daga veiki og er kannski að leggjast aftur... meira ástandið á þessu liði...
Annars er lítið að frétta :-)