Þögn!

Nú voru að berast þær fréttir að þingfundi hafi verið aflýst í dag - engin ástæða gefin fyrir því en manni grunar að þingmenn þori ekki að horfa framan í kaldan almúgann. Það er stundum hentugt að fela sig á bak við valdið og valdið er mikið hjá þeim...
Vona að þetta verðu kornið sem fylli einhverja mæla hjá einhverjum - vona að fólk fjölmenni samt sem áður niðru í bæ þótt þingmenn séu ekki þar til að heyra í okkur - þeir hlustuðu hvort eð er ekki neitt!