Stór dagur - stríð og friður!

Mikið um að vera í dag, missti af mótmælum en var með þeim öllum í anda en öll fjölskyldan (nema ég) er löggst í veikindi. Tveir æla og eru flökurt, beinkerkir og sú minnsta er með hita og kvef - annan daginn í röð. Á meðan liðið liggur í lyfja- og óráðsmóki ligg ég límd við lappann að fylgjast með atburðarrásinni í gegnum mbl.is. Rúv beint ætti náttlega að vera séð og ná upp áhorfi með því að senda út beint - því ég held að hálf þjóðin svei mér þá liggi í veikindum :-/ Vonandi er Byltingin komin - hún barasta verður að fara að koma... Annars er líka mikið um að vera í henni stóru Ameríku - fyrsti blökkumaðurinn að taka við stýrinu þar klukkan 16 að okkar tíma og er ég að spá í hvað klukkan verði þegar honum verði sýnt banatilræði... giska á svona... fimm...? Sex í síðasta lagi... Ekki það að ég þrái manninn skotinn, alls alls ekki... held mikið upp á þennan öðlingspilt sem kemur vonandi með ferskan andadrátt í rotin stjórnmál þar westra - held bara að rednekkarnir í Texas og olíufjölskyldurnar líði bara ekki svona rugl...
Vonandi hef ég rangt fyrir mér :-)