Mótmælum frestað - í bili :-/
Ég fór í Sorpu í gær og fékk efni til mótmælaskiltagerðar, föndraði mér skilti og eftir skóla í gær var haldið niður í bæ að mótmæla - hringir þá ekki einkabarnapían, alveg karfavitlaus, því yngsta var orðið veikt af tanntöku (aftur), horað út um allt (aftur) og vældi út í eitt (aftur). Þessi vika er búin að einkennast af miklum veikindum hjá fjölskyldunni og ætlar ekkert lát að verða á því - Alli kom heim úr skólanum áðan og daman er barasta með hita. Því fór ég ekkert að mótmæla í gær og er eiginlega hálf fegin- hefði vel getað sogast í gangstéttarkast og læti því maður hrífst auðveldlega með stemmaranum - hjarðhegðunin ógurlega.
Skólinn búinn þessa vikuna og fullt fullt að læra - og kannski svolítið að læra að læra. Sé fram á að fara í margar ferðir niður í bæ, Elliðaárdalinn, Reykjanesið - allt í krafti lærdóms og fræðslu... gaman að því :-) Lízt ógó vel á þetta allt saman og hlakka til að fara í ferðalög næstu helgar til að sjá og fræðast ennþá meira :-)
Mynd frá Krýsuvík