Does she know or...?

Daman litla alveg að gera út af við okkur í krúttlegheitum og öðrum skemmtilegheitum, alla morgna vaknar hún með bros á vör, knúsar okkur hægri vinstri og spjallar eins og hún eigi lífið að leysa. Hún er hroðalega hrifin af dýrum og er Gulla hin ferfætta í miklu uppáhaldi, en Gullan hin tvífætta er hætt að týna af henni hárin og er farin að strjúka henni og faðma við hvert tækifæri :-) Fugla elskar þetta barn þó mest af öllu í heiminum og sturlast hún af gleði ef hún sér þá, hvort sem við erum í gönguferð eða hvað. Um daginn var í fréttunum umfjöllun um bréfdúfur, veit ekki hvort þið munið eftir þessu - en barnið gjörsamlega trylltist af hamingju, gargaði og hló að sjónvarpinu :-) Frekar fyndið þar sem við erum ekkert sérstakt fuglafólk, þannig séð. Daman er þó farin að taka þetta aðeins of alvarlega, því við komum ekki með nokkru móti í hana sítrónukjúkling í gær, þótt hann væri dulbúinn sem hrísgrjón og hvítlauksbrauð :-(