Vellur úr eyrunum...
Mánudagar, þriðjudagar og miðvikudagar eru miklir álagsdagar fyrir fjölskylduna því þá er Drottningin í skólanum seinnipart og fram á kvöld - hlakka því alltaf ógurlega mikið til fimmtudaganna en þá get ég slakað á og gefið mér tíma með dömunni og borðað kvöldmat með liðinu. Einn áfangi í skólanum ber af hvað erfiði varðar en það er tungumálanotkun 102 - þá eigum við að vera með fyrirlestra á því kjörmáli sem við höfum valið í skólanum, í mínu tilfelli ensku. Við eigum að tala í um sex mínútur um hvað sem við viljum troða í hausinn á erlendu ferðamönnunum. Persónulega finnst mér nóg um og mikið að gera við að rifja upp Innréttingarnar, sjálfstæðisbaráttu okkar, þróun íbúðabyggðar, byggingalistar og allskonar þannig... á máudaginn á ég að tala um fugla Íslands og hef verið að taka saman helstu punkta um helstu fugla okkar síðan á mánudaginn - hef liðið eins og að eitthvað velli út úr eyrunum á mér þegar ég leggst á koddann... svo mikill er fróðleikurinn og ekki síst öll þessi orð sem mar er að snúa á ensku... ekki vissi ég t.d. að Straumönd héti Harlequin duck á ensku eftir skrautklæddri persónu í frönsku commedia dell'arte... og er búin að gleyma því svona átta sinnum á síðasta sólarhring...
Annars er lítið að frétta - daman er á sýklalyfjum eftir að það uppgötvaðist að hún var með í eyrunum og sýkingu í augunum eftir síðustu helgi, hún var farin að vakna 15 sinnum fyrir kl. 23 á kvöldin og fór ég með hana til doksa bara svona til að láta kíkja í augun því hún var svo agalega rauðeygð og mikið pjæj kom... eftir skoðun var hún dæmd með í eyrunum og er búin að vera allt allt annað barn síðan - glöð og skríkir af gleði... vonandi er ég búin að endurheimta (duckdemand) litlu sætu GN mína ;-)
Amma Nóa og Gulla Nóa á góðri stund