Siggadís eða Alli?

Elskulegur sonur minn ákvað að bregða sér í pils, topp og peysu af þeirri Gömlu - allt gert í nafni listarinnar... eða Öskursdaxsins. Þar sem ég lá upp í Hreiðri síðasta Öskurdag og hafði ekki nein tök á að koma drengnum í kvennmannsföt var það heldur betur toppað núna... Sú gamla fékk meira að segja að henda á hann smá augnmálningu! Hann er núna komin til vinanna og ætla þeir eitthvað að bralla... ég veit hreinlega ekki hvað, því það er orðið svo 2007 að syngja fyrir nammi - ætli þeir ætli sér ekki að syngja núna fyrir landa? Neinei... hehe... þeir eru nú ekki eins og foreldrarnir (sem betur fer) ... :-)