Easter in the East...
Við héldum austur þessa páska í afslöppun og prófalestur - það er bara ógurlega notalegt að vera í þögninni og kósýlegheitum, er meira að segja búin að grafa upp hvar við komumst í krækling! Svo það er bara gleði og hamingja hér :-)
Daman er farin að tala smá, syngur mikið og gengur um eins og enginn c morgundagurinn. Hún er þó að verða assgoti ákveðin (lesist: frek) og fer yfirleitt sínu fram, þessi elska. Hún setur upp óviðjananlega fyndinn svip þegar hún er að þykjast vera feimin eða þegar við hvessum okkur á hana og hvernig er þá hægt að vera reiður þegar snúllan er svona sæt?
Við vorum svo heppin að fá tvö risapáskaegg og erum búin að opna eitt og höfum því nægan tíma til að narta og borða það, ákváðum að eiða ekki einum degi í að óverdósa á tveim eggjum - af hverju að bíða með að borða eitthvað gúmmulaði þegar hægt er að eta það strax?
Daman komst í hraunmylsnu í morgun og því ekki að fá sér solleis gúmmelaði í morgunmat?