Horuð lítil dama!
Nú er síðasti dagurinn sem daman er ekki orðin eins árs - svo þá er ekki seinna að vænna en að fara með hana í skoðin og láta tékka á þessu horrensli sem hún er n-þá með. Hún er ekki búin að þyngjast sem skyldi og fékk því endurskoðun, eigum að koma eftir 3 mánuði með hana til endurviktunar og tékka á höfuðmálinu aftur - ekkert til að hafa áhyggjur af en svona... aðeins fylgjast með henni. Þegar svona lítill kroppur verður veikur í 2 vikur eru aukakílóin greinilega fljót að fjúka og eins gott að hún hafði einhver aukakíló til að missa :-) Annars lítur þetta svona út: 78,5 cm í lengd og 9,620 í þyngd - höfuðmál 46,7 - okkur finnst hún vera flott og yndisleg, næstum alveg farin að sleppa sér... en er ferlega rög við það, fer bara að væla ef Alex Skúli hjálpar henni við þetta - sem er frekar fyndið því hún er alveg hroðalega óhrædd í stiganum, labbar niður á tveim jafnfljótum og vill ekki gera það örrísi...
Annars er afmælisundirbúningur að fara á fullt - er pottþétt að gleyma að bjóða fullt af fólki... Hvernig gerir mar svo svona ammlisköku með kremi og skreytingum án mikillar fyrirhafnar? Any ideas?
Já, það má alveg hringja í mömmu og bjóða henni hugmyndir... ekkert mál - kannski fæ ég að svara?