Bara pínkulítið frá... leiðsögukonunni!
Jæja, þá er ég búin með skólann og stóðst öll próf - þurfti að vísu að taka endurtekningarpróf í einu fagi en það var erfiðasta fagið og er ég eiginlega bara fegin að hafa fengið að taka það tvisvar, kann efnið þá núna 150% (smá Pollýanna hér ;ö) ) Útskrift núna 20. þessa mánaðar og á að vera eitthvað kirkjudæmi í einn og hálfan tíma og er ég barasta að spá í að mæta í það... er búin að hafa svo mikið fyrir þessu að annað er eiginlega ekki hægt ;-) Kláraði semsé skólann í gær og var kærkomið að getað leikið sér með GN án þess að fá samviskubit. Dagskráin var ekki alveg búin hjá mér því í morgun þurfti ég að fara í keiluskurð og er að jafna mig af þeim óskupum núna - eru reyndar minni ósköp en ég hélt ... vonandi verður það bara þannig áfram :-)
Nice dagar framundan - Listahátíð og allskonar, Íslendingur var að opna... ég get eiginlega ekki planað mikið fram í tímann því ég ofplana þá allt og allt fer þá bara í klessu... svo eru komnir einhverjir ferðabæklingar úr prentun og liggja niðri í upplýsingamiðstöð og ég er ekki búin að koma höndum mínum yfir þá...!
Mmmmmm... tómatsósa!