Hvað gengur eiginlega á hérna?
Ég gefst upp.... maður að aldrei, aldrei að gera neitt sem heitir áætlanir, plön eða ætla sér eitthvað... Ætlaði í dag að:
Vinna Andrés í vinnunni
Láta laga sync-ið á heimilislínunni minni svo ég gæti haft heimilissíma og ADSL-tengingu
Pakka Alla niður og mér í leiðinni
Hlusta á ísskápinn minn niða fallega (sumir kalla þetta óhjóð-en ég kalla þetta sánd of mjúsík)
Ætlaði ekki að horfa á The Dead Zone (omg, hvað það eru LEIÐINLEGIR þættir)
Ætlaði ekki að rústa íbúðinni minni
Ætlaði ekki að næstum því bresta í grát í vinnunni
Ætlaði ekki að hálfhrópa á Árna Hauk í vinnunni
Ætlaði ekki að vera kölluð út í vinnu
Ætlaði ekki að kaupa mér nýja ísskáp
Ætlaði ekki að eyða 50 þúsund kalli í dag
Hafði ekki hugsað mér að skúra viðbjóðinn sem hafði myndast undir og á bakvið gamla ísskápin
Hafði ekki hugsað mér að öskra á bilaða manninn sem vinnur hjá bilunum hjá Landssímanum
Hafði ekki hugsað mér að eiga ísskáp sem er hljóðlátari en eggið mitt
Hafði ekki hugsað mér að þurfa að skríða undir eldhúsborð með teip í annari og skæri í hinni til að svissa á milli sync-tengingar og venjulegrar heimilislínu...
... en svona er þetta.... hver veit hvar maður dansar næstu jól? Ég get þó amk stólað á að ég kæli Hamborgarahryggin í nýjum ísskáp :-) ...eða hvað... damm, dammm. dammm, dammm... hrikalega lifir maður spennandi og skemmtilegu lifi!