Allt dottid i dunalogn...
Já, það er lítið allt í einu að frétta, annarsvegar er svo mikið að gera að maður hefur engan tíma til að blogga, eða þá að það er ekkert að gerast svo það er ekkert að blogga um... nema...:
Fumsýningarpartý var haldið með pompi og prakt í húsnæði Leikfélags Hafnarfjarðar, gjafir færðar og ég fékk að klæða mig úr fötunum.. vons agen:-/ Málið var að það helltist yfir mig fullt rauðvínsglas og þurfti ég því að fara úr... og í ný föt.. í öðru húsi. Sara, þessi elska, kom mér til bjargar og lánaði mér buxur og bol, en hún bjó rétt hjá. Annars var partýið tíðindalítið (miðað við mörg fyrri) en gaman, það var sungið, spilað, dansað og spilaður hinn illræmdi boltaleikur sem hefur verið brúkaður sem upphitunartól fyrir æfingar síðastliðnar vikur.
Sunnudagurinn var tíðindarlítill, við fórum í bíó og þar var sofið... helvíti skítt að borga tæplega þúsundkall til að sofa í óþægilegum stól yfir hasarmynd (ekki það að ég hafi borgað úr eigin vasa, ónei), þegar maður getur gert það frítt og í notalegheitum heima í sófa. Svo var sýning um kvöldið, sem var mun kröftugri en frumsýningin að mínu mati, einhverra hluta vegna. Eftir sýningu var haldið á Hlölla og margar kærkomnar kaloríur innbyrgðar.... mmmm... mæjó...mæjó. Þetta átti að vera síðasta sýningin en vegna gífurlegrar ásóknar var ákveðið að halda aðra sýningu dagin eftir... þá sagði ég ,,nei, takk... ég nenni ekki að taka þátt í þessu leikriti lengur..." Alli átti að koma heim daginn eftir og veruleg tilhlökkun að fara að rifja upp kynni við hann, eftir margra vikna útlegð á Stöðvó. Ákvað að taka frí og við grilluðum. Að vísu var eitthvert hundleiðinlegt krakkakvikindi að böslast í okkur þegar við vorum úti á lóð að grilla/borða... einhver stelpuskjáta sem gat ekki skilið að við vorum að reyna að eiga notalega samverustund saman.. en ekki með henni...það er ekkert gaman. Ágætis getnaðarvörn það... hætt að langa í litla ljóshærða stúlku >:-( En það er svona að búa í fjórbýli, þetta er víst sameign okkar allra og því gat ég ekki hreytt í hana ónotum. Held að þetta séu nýju leigjendurnir (ljótt orð, maður lifandi) sem eru að koma sér fyrir... sá ókunnuga þvottavél í þvottahúsinu og einhvern þvott sem ég hef aldrei séð áður. Ef þetta er þeirra dóttir þá kem ég ekki til með að vera með neitt samviskubit yfir því að halda partý frameftir morgni/h-degi, því svona leiðinlegt barn getur bara átt enn leiðinlegri foreldra. Eníveis, það var gott að fá Alla heim... hann er orðin svo stór, fer bráðum að fermast og ég eignast óþolandi tengdadóttur áður en ég veit af... better let him þenn bí gei... úppppsss... nei!
Við Alex Skúli og Alli erum búin að berjast við að blása upp vindsæng eina svo Alex Skúli hafi einhvern stað til að sofa á, þ.e. annan en hart parketlagt gólfið. Það tekur um klukkutíma fyrir fullþroskuð og vel reykt lungu að blása þetta helv. upp... en svo kom í ljós að hún er líklega sprungin... hann verður þá bara að skríða uppí til okkar eða neyðist til að sofa inni í stofu, sem er ekki nægilega sniðugt því ég er að fara að horfa á Jaws... Einsi er að spila póker til að afla heimilistekna, eins gott að hann komi heim í góðum plús... annars fær hann að vita hvar Davíð fer í klippingu... nei, úpps... Davíð keypti ölið... ætli það fari ekert í taugarnar á Dabba að hafa þennan freis alltaf hangandi yfir sér?
Aðeins þrír dagar eftir af vinnu og svo tekur við 2ja vikna sumarfrí... guð hvað ég vona að ég komist í sól og eitthvað skemmtilegt :-)