Þá er það búið.....
Verslunarmannahelgin yfirstaðin og ég er viss um að margir deila með mér þeirri reynslu að hafa endað á að gera allt allt aðra hluti en til stóðu. Í upphafi stóð til að fara með Einsa á Víðihól og slaka á þar, fara svo austur með honum og leigja sér bústað í vikutíma eða svo. En svo kom í ljós að ég átti ekkert að byrja í fríi eftir helgi, sú unun byrjar ekkert fyrr en eftir viku... svo þetta plan fór í vaksinn (fyrir utan þá staðreynd að á Víðihól stefndi öll ætt hans með ömmuna í broddi fylkingar). Þá var bara að gera eitthvað annað, til stóð á tímabili að bruna í Freysnes... enda mikið partýfólk þar OG planað að fara á ball á Klaustri (hef aldrei prufað það, só vattþe hekk) á laugardagskvöldið. EN... við Einsi og strákarnir hrundum svo rosalega í það á föstudaginn að eiginlega allur laugardagurinn fór í sof og þvínku. Eftir að Einsi brunaði með Alex Skúla á vit ættarmóts síns þá kom upp sú hugmynd að skella sér til Húrýgúrý, enda eiga foreldrar Gumma Zoega hús þar og ætluðum við Árni og þau skötuhjú að grilla og tjilla þar.. kannksi kíkja á ball á Selfossi. Ég hristi af mér kleprana til að ná í Ríkið áður en það lokaði og keypti bísnin öll af grillkjéti og kartöflum til að smella á grillið. Svo leið og beið... ekkert fararsnið var á þeim drengjum og náði ég ekki sambandi við þá fyrr en um kl. 22 og þá voru þeir ofurölvi að skríða um götur Reykjavíkur en gleymdu að segja mér að það var semsé nýjasta planið... ég sem beið og beið með svefnpokann í annari og flíspeysuna í hinni :-( Minnir mig á það að maður á aldrei, aldrei að gera plön með
Árna innanborðs... Ég ákvað í bræði minni að gera bara sannarlegt hryllingskvöld úr þessu, tölti út á leigu og tók Ghostship og Alien Resurection. Sunnudagurinn rann upp í allri sinni dýrð og fegurð, sól og mikill hiti og alveg tilvalið að fara bara í fjölskylduleik með syninum. Náði í hann og svo var haldið í
Nauthólsvík, þar sem Sif, Gauji og
Einar Ingi biðu okkar með önd í hálsi. Þau voru búin að plana að fara á Kjalarnesið og grilla með
Sigga Kokki og
frú og við ákváðum bara að skella okkur með. Það vill svo vel til að þau eru búin að byggja ljómandi fínan pall og eru með alveg þrusugóðan
heitapott... nammi... mig langar í svoleiðis. Við vorum þar bara í rólegheitunum og loks var grillað og tjillað... í dag er víst frítt í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn og er stefnan tekin
þangað, Sif er einnig að reyna að lokka mig í ofurtækið í Tívolíinu.. það hafa fleiri gert með engum árangri... ég er afskaplega lofthrædd og þarf að vera töluvert drukkin til að það takist... og hvenær fer maður drukkin í Tívolí?
Hélt að ísskápurinn minn hefði gefið upp öndina, hann fór ekkert í gang og Gauji sagði að pressan væri farin. Þetta er gamall skápur sem við Bjössi keyptum á 10.000,- kall þegar við byrjuðum að búa, það eru lítil 10 ár síðan og þá var hann þegar orðin safngripur. Sá fyrir mér að þurfa að eyða pjéningunum sem skatturinn lét mig hafa til baka að hluta til í nýjan ísskáp... en mér til mikillar gleði vaknaði ég í nótt við það að hann hrökk í gang:-) Þessi dúlla... Þá get ég í staðin plæst í nýtt rúm fyrir Alla og kannski málað? Só mení tjóses....
Hvað er með þennan ökumann á ,,gráa jeppanum"? Er hann eitthvað skrítinn? Man hann ekki eftir því að hafa mætt rútu sem valt? Djöfuls drulluhali... Góð landkynning þetta >:-( Eins gott að þetta séu einhverjir útlendingar sem hafa ekki hugmnynd um hvað gerðist, né hafa skoðað í afturspegilinn...
Er að vinna á fordómum mínum gangnvart msn... þið sem lesið þetta og eyðið einhverjum tíma þar, endilega sendið mér nickið ykkar í tölvupósti...