Nú er komið nýtt kommentkerfi og fullt búið að gerast hjá okkur, sem ég nenni lítið að tala um. Það ber þó hæst að tengdó (fyrrverandi, n.b.... verð að fara að venja mig af þeim... hætta á brjósti) er í bænum þessa dagana. Jói er búin að berjast við veikindi eiginlega síðustu árin og svo kom í ljós að það var ástæða fyrir því... karlinn búinn að láta taka úr sér krabbameinssjúkt nýra... hlaut eitthvað að vera. Honum líður vel núna og eiga þau alveg skilið að fá smá heppni og góða heilsu næstu árin.
Við skeltum okkur á árshátíð hjá
FRISK um helgina, það var ágætt. Einsi tók þátt í hæfileikakeppni og hefði unnið ef hann hefði ekki verið nýji strákurinn sem enginn þekkti. Hann lenti í öðru sæti og fékk ótrúlega stóran vindladrjóla að launum. Gæinn sem vann vinnur í móttökunni eða er sendill eða eitthvað, vinnu amk þar sem allir þekkja hann og er elskaður af öllum. Minn maður verður á þeim stað eftir viku.. :-)
Sif og Gaui ætla að bregða sér á fótboltaleik um helgina (enska deildin kallar) og fæ ég þá útrás fyrir bjöllukórinn minn, Einar Ingi verður hjá okkur á milli aðila. Það verður væntanlega stuð...
Erum annars búin að vera svolítið menningarleg undanfarið, eða svona óvenju. Fórum á Grimms á laugardaginn, það var bara snilld. Frábært verk... Svo fórum við á tvær myndir á bresku bíódögunum, Magdalene systers og A plott with a wiew... báðar ágætar. Svo áttum við miða á frumsýninguna á Elling, en þar sem við áttum að skandalesera á þessari blessuðu árshátíð þá varð ekkert úr því. Gáfum miðana frá okkur :-( Koma tímar... koma ráð...