Jæja, ástirnar mínar, nær og fjær... til sjávar og sveita, lands og leðja... Mikið er nú langt síðan ég opnaði rifu á þessum glugga sem veitir smá innsýn inn í mitt litla líf. Allt of langt síðan, enda er systir mín farin að taka upp á því að hringja til að fá fréttir, í staðin fyrir að lesa bara þessa lituðu útgáfu sem kallast daglegt líf. Best að ráða bót á því, því ekki getur hún verið að hringja í tíma og ótíma eins og sú gamla.
Dreymdi í nótt að ég ætlaði að borða smárétt sem var fullur af ljósum konuhárum... það var ógeð. Held að það sé fyrir því að ég sé ekki góður kokkur, en það er staðreynd sem ég hef sætt mig við fyrir löngu og ætti því ekkert að koma á óvart. Eða kannski er það fyrir peningum? Óvæntum fjárútlánum? Hækkandi vísitölu? Efnahagsþennslu? Sjitt ünd sjæse! Var að hella upp á kaffi og gleymdi að setja kaffikorgadótið undir könnuna... helvítis... nú þarf ég að bíða í aðrar þrjár mínútur... kannski var þessi hárdraumur fyrir því að ég kann ekki að hella upp á kaffi? Eníhá... það er víst uppistand í kvöld... best að kíkja á það og sjá hvaða húmor er í boði þar. Siggahrönn er að koma í kaffi/mat og við skötuhjúin ætlum að kryfja hana um ýmis skattamál... já, btw... við eigum hálfs árs ,,á föstu" ammæli á sunnudaginn... há tæm flæs venn jor heving fön :-) Æ lov itt!!! Æ lov Læv!
Ég sendi alla deildina á fyrirlestur í morgun um stefnumótun og mörkun... markmiðasetning... frekar gott mál og mjög gaman. Er amk búin að setja mér nokkur markmið... til að mynda er mjög gott markmið að endast út daginn brosandi og í góðu skapi. Einnig er gott markmið að vera góður við aðra, sýna tillitsemi í umferðinni, brosa til gamla mannsins sem fer ekki af stað þega það kemur grænt ljós, þykja vænt um óþolandi sóðalegu nágranna sína, brosa við hún þegar maður hellir kaffi yfir sig... allt þetta eru góð markmið... hjá einhverjum öðrum en mér. Ég þoli ekki þetta skítapakk sem býr fyrir neðan mig, sóðar og öskra hvort á annað. Ég skil ekki af hverju gamalt fólk keyrir bílum (þ.e. það gamalt að það gengur á lyfjum... ekki þú mamma mín). Hata það þegar ég helli yfir mig kaffi. Þoli ekki fólk sem svínar á mann í umferðinni og keyrir svo hægt... allt í lagi að svína ef þú gerir það almennilega og nærð fljótlega upp sama hraða og við hin. Ég HATA Kolbrúnu Halldórsdóttir...Ég er meðvituð um að þetta eru persónueinkenni sem þarf að laga... reyni amk... or nott...