Tunglsýki Siggudísar

 

Bloggarar :

    Lilja & co.
    Halla krútt!
    Spunkhildar snilldin
    Þórunn Gréta
    Krumminn:-)
    Kynlegi Kvisturinn
    Ingunn
    Lilja lipurtá
    Bjarni og Elva
    Þráinn Sláinn
    Vibba
    Ásta Yfirnorn
    Gerður
    Siggi Huldar
    Syss
    Die Skelfir
    Svandís
    Skotta
    Heida The Beib
    Ási
    Ari bró
    Sigga Lára
    Gunnella glímudrottning
    Kollý
    Varrius
    Naflaló
    Nafna min
    Skaldid

Skemmtilegir krakkagormar

    R.E.M.
    G.S.M.
    Karitas Kjartansdóttir
    Guðlaug Nóa

Myndir

     Myndir
     Fleiri myndir
     Enn fleiri myndir
     Enn emm fleiri myndir
     Vetur 2007
     Eldgamalt
     Vetur 2008
     Dóttirin fallega
     Mars
     Marokkó
     Apríl & maí
     Sumar 2008
     Sumar 2008 Part Deux
     September 2008
     Október 2008
     November & des 2008

Hreyfimyndir

     Við á Youtube
  

     

Fyrri færslur:

  • desember 2009
  • nóvember 2009
  • september 2009
  • ágúst 2009
  • júlí 2009
  • maí 2009
  • apríl 2009
  • mars 2009
  • febrúar 2009
  • janúar 2009
  • desember 2008
  • nóvember 2008
  • október 2008
  • september 2008
  • ágúst 2008
  • júlí 2008
  • júní 2008
  • maí 2008
  • apríl 2008
  • mars 2008
  • febrúar 2008
  • janúar 2008
  • desember 2007
  • nóvember 2007
  • október 2007
  • september 2007
  • ágúst 2007
  • júlí 2007
  • júní 2007
  • maí 2007
  • apríl 2007
  • mars 2007
  • febrúar 2007
  • janúar 2007
  • desember 2006
  • nóvember 2006
  • október 2006
  • september 2006
  • ágúst 2006
  • júlí 2006
  • júní 2006
  • maí 2006
  • apríl 2006
  • mars 2006
  • febrúar 2006
  • janúar 2006
  • desember 2005
  • nóvember 2005
  • október 2005
  • september 2005
  • ágúst 2005
  • júlí 2005
  • júní 2005
  • maí 2005
  • apríl 2005
  • mars 2005
  • febrúar 2005
  • janúar 2005
  • desember 2004
  • nóvember 2004
  • október 2004
  • september 2004
  • ágúst 2004
  • júlí 2004
  • júní 2004
  • maí 2004
  • apríl 2004
  • mars 2004
  • febrúar 2004
  • janúar 2004
  • desember 2003
  • nóvember 2003
  • október 2003
  • september 2003
  • ágúst 2003
  • júlí 2003
  • júní 2003
  • maí 2003
  • apríl 2003
  • mars 2003
  • febrúar 2003
  • janúar 2003

     

    

 


laugardagur, október 18

Morgundagurinn lítur vel út. Hef einhverveginn planað hann geðveikt matarlega séð... huxa að ef ég sé ekki búin að vinna hjarta ástinnar minnar bæ ná, þá geri ég það á morgun. Við komum til með að byrja daginn á amerískum pönnukökum, svo eru það vöfflur með kaffinu (á von á gestum), svo kemur barasta geðveikur kvöldmatur; grísasteik í e-um sinnepshjúp með Fondant kartöflum (sem Bjössi kemur til með að fjarstýra eldingu á) og með því verður salat með ostadrasli og bakað Baguette með Mossarellu- og tómatsneiðum og ferskum Basil. Eftirrétturinn verður BARA geðveikur, brúnn marengs með þeyttum rjóma, ferskum jarða- og báberjum og súkkulaðirúsínum... mmmmm... nammiiii.... Að vísu ætlaði Einsi að bjóða mér eitthvert út í mat, en það var barasta of seint. Þegar svona skipulagsfíkill eins og ég er á ferðinni þá þýðir ekkert að ætla að koma manni á óvart með tveggja daga fyrirvara, æm veij a hed of ya...
Fór í Kringluna áðan, sem er svosem ekki í frásögur færandi nema hvað það er Kauphlaup þar... eða kapphlaup af einhverju tagi. Allir pokar sem voru sérmerktir voru fríir og konan sem var á undan mér í Hagkaup tók tvo aukapoka og laumaði þeim ofaní hálftómann pokann sinn. Svolítið hallærislegt...
Við erum að fara í leikhús í kvöld að sjá Tenórinn, það eru fordrykkir og læti á undan fyrir útvalda starfsmenn Eddunnar. Mmmmmm... hlakka til.... Að vísu verður þetta rólegheitakvöld, hjá mér amk, því ég má ekki gleyma því að ég á víst eitt barn sem er svotil sjálfbjarga en þykir voðalega gaman að eyða stund og stund með mömmu sinni. Við Fríða syss vorum að tala um áðan hvað hann er kominn á þægilegan aldur, ég þarf lítið að hafa fyrir honum, get skroppið í bíó, kaffihús og hvaðeina þegar mér sýnist... en það er nú samt alltaf gaman og notalegt að eyða kvöldi og kvöldi með honum í rólegheitum. Við erum búin að vera voðalega dugleg síðustu daga að spila James Bond í PS2, nema hvað ég verð alltaf svo ofbeldisfull þegar ég tapa (sem er alltaf) að ég lem alltaf alla nærstadda, öskra og sýni á mér einhverjar monsterhliðar sem eiga ekki að vera til og illgerlegt að kalla fram. Því veigrar Alli sér við því að spila á móti mér í þessum leikjum, best að vera bara í sama liði og geðveika mamma sín. Það er líka ágætt, eflir hópþroska hans...hehehehe...
Svo verða allir að horfa á Djúpu á föstudaginn næsta... er ekki bara Ásta Kristín að fara að keppa... hehehhe... Skrifaði þeim bréf og sagði að Ásta væri tölvulaus í augnablikinu (sjor!) og því væri ég að sækja um fyrir hennar hönd. Hófst svo mikil upptalning á hennar miklu kostum og ég veit ekki hvað og hvað. Þegar bréfið fór frá mér töluðum við Gugga um að kannski væri nú sniðugt að láta stúlkugreyjið vita af þessum ósköpum svo Gugga fékk það erfiða hlutskipti að hringja og tilkynna henni að hún óskaði semsé eftir því að keppa í Djúpu... Ásta greys stelpan gjörsamlega tapaði sér og vildi ekkert kannast við að hún hefði vilja né getu til að taka þátt. Það var eins gott að Gugga hringdi í hana því um leið og Ásta var búin að skella á þá hringir einn sundlaugarvörðurinn... af sjálfsögðu bráðnaði Ásta niður og er að fara í e-ð viðtal á þriðjudaginn. Held að hún sé pottþétt inni, eða hef amk aldrei heyrt um að þeir neiti neinum um að keppa...

Comments: Skrifa ummæli