Tenórinn var alveg ágætur, þannig. Held að hann sé nú amt miðaður við aðeins eldri áhorfendur en okkur hjónakornin og þegar þeir enduðu á að taka Hamraborgina héllt ég að mér væri allri lokið, seig miður í sætinu og meig á mig af hlátri. Vinnufélagarnir (sem eru svolítið eldri) skemmtu sér ágætlega, kvorki pissuðu á sig né héldu að sér væri öllum lokið. Þetta er hægt verk, byggt á upprifjun tenórs nokkurs á sínu lífi og aðstæðum í dag. Þarna er líka píanóleikari einn og veit ég eiginlega ekki hvert hlutverk hanns átti að vera, hálfklaufalegt einhvernveginn, hefði átt að redda þessu öðruvísi eða sleppa honum. Hann var alltaf með i maganum og húkti á salerninu hálfa sýninguna... veit ekki. Guðmundur Ólafsson stóð sig mjög vel í aðalhlutverkinu og sagði Kiddi Pulsa (samstarfsfélagi) að hann hefði sett saman þetta leikrit sjálfur vegna skorts á verkefnum. Gott framtak hjá honum... um að gera að redda sér sjálfur. Veit samt ekki hvernig Oddi Bjarna, leikstjóra, gekk að leikstýra aðalleikaranum (og eiginlega þeim eina) sem samdi leikritið sjálfur... áræaðnlega ekki öfundsvert hlutskipti...