Of lítill tími...
Stundum eru sólarhringarnir of stuttir. Það er þegar maður hefur ekki tíma til að sinna vinum sínum, þrífa heimili sitt, njóta lífsins og dettur í eitthvað stress form... Er að upplifa þetta núna :-( Við erum að mála íbúðina hans Einsa, svona rosalega fín sölumálun, og erum á kafi í dollum, spasli og einhverju helvítis drasli öll kvöld, fram á nætur. Þetta er allt í lagi ef þetta er bara eitt kvöld... en ekki þegar þau eru öll föst saman og það sér ekki fyrir endan á þessu. andskotinn. Alli er búinn að standa sig eins og Hetja, einn heima flest kvöld, það er rétt svo að mar gefi sér tíma til að elda og læra með honum... svo er bara farið út. Veit ekki einu sinni hvenær ég gaf mér síðast tíma til að maskara mig... Vonandi þurfum við ekki að gera mikið um helgina, því þá er Alex skúli að koma í bæinn...
Jæja, andrés bíður, þýðir ekkert að hanga hér eins og kjáni.... best að halda áfram....