Síðdegisfréttir
Var að koma af spítalanum, lítið nýtt búið að gerast annað en það að lungnamyndin sem var tekin í gær leit ekki of vel út svo þeir ætla að halda henni sofandi í einhverja daga til viðbótar. Hún var vel með einhversskonar meðvitund til kl. 15, eða hafði opin augun og svaf mjög laust... eftir að henni var snúið um þrjúleytið svaf hún eins og steinn... og þegar svoleiðis er þá hefur maður hægt um sig... bíður bara eftir að eitthvað gerist... Annars er bara allt við það sama.
Til hamingju Íslendingar með nýjasta landann okkar, frekar fyndið að heyra í fréttum áðan... karlinn og Sæmundur vinur hans búnir að hittast í Köben en þar sem það er svo mikil þoka þar þá eru þeir á leiðinni til Svíþjóðar þar sem einkaþota í boði míns og þíns bíður hans... svo hann komist örugglega sem fyrst á klakann, því það eru örugglega engar aðrar vélar sem fljúga tl Íslands... það er alltaf gaman að bæta fleiri gyðingahöturum í safnið okkar... hann á líka alveg pottþétt eftir að skila okkur þessu margfallt til baka, þ.e. fjárhaxlega séð :-/ Ojæja, einn laus úr fangelsi í dag, á maður ekki bara að vera glaður yfir því?