miðvikudagur, mars 29
Svartur dagur...
Mætti í vinnuna í morgun - hefði alveg eins átt að vera heima því þegar í vinnuna var komið kom í ljós að skipulagsbreytingar stæðu fyrir dyrum og nokkrir samstafsmenn að fara... grrr... best að fara að þrífa eitthvað og fá útrás á moppunni :þ
(0) comments
þriðjudagur, mars 28
Haugur...
... í dag er ég haugur, heima með hita og hálsbólgu. Ákvað að klára allt illt í heimi hér með því að skila snöggvast inn skattframtalinu mínu - sem reyndist ekkert vera eitthvað ,,snöggvast". Að díla við skattstjóra og bankastofnanir er eitthvað sem ég fæ herping í gyllinæðina við að gera - en samkv. afar alúðlegum manni hjá RSK slepp ég vel, íbúðin búin að hækka svo í verði á meðan við sofum að þótt vaxtabætur lækki eitthvað þá ætti ég bara að vera glöð. ... ég horfi með öfundaraugum á Gullu mína sem finnst bara gaman að sleikja á sér feldinn og láta snúllast við sig... hennar heimur hlýtur að vera awsome :þ
(0) comments
fimmtudagur, mars 23
The King has arrived
 Var að koma af þeirri stórskemmtilegu skemmtun hjá 7.ST í Ártúnsskóla - en sonurinn fékk það burðarhlutverk að leika kónginn... hann er yfirleitt alltaf sögumaður svo það var mikill spenningur í loftinu :þ Stóð sig eins og hetja og ekki nóg með það... hin ýmsustu skemmtiatriði voru á boðstólnum og var endað á Davíð Smára - ógó skemmtó :-) Alli var ekkert á því að láta taka mynd af sér með honum - né var hann á því að taka mynd af mér með honum.... alveg makalaust þegar börnin fá eigin vilja og skammast sín fyrir foreldrana... hehe.. Annars er Einsi líka að leika í kvöld í Kjallaranum - vona að allt hafi gengið vel þar .... veit reyndar að það gekk vel - enda úrvalls fólk á ferð :-) Owell.. vona að Hornfirðingar séu búinir að jafna sig eftir ammlið hennar mömmu - óska ykkur góðrar helgar og vona að það fari nú að hlýna smá... djöfuls skítaveður úti allt í einu... grrr...
(1) comments
sunnudagur, mars 19
Ár er síðan...
Það var fyrir ári síðan sem mamma veiktist svo hastarlega af streptókokkasýkingu að henni var vart hugað líf í langan tíma og akkúrat í dag var hendin tekin af henni. Þegar þetta allt saman var að ganga yfir þá fékk ég mikið út úr því og það hjálpaði mér mikið að skrifa til hennar löng bréf - eiginlega ástar- og þakklætisbréf þar sem ég talaði hreint út og lét allt gossa, plúsa, mínusa og bara allt. Þau voru útkámuð í tárum og þegar mamma komst til meðvitundar og fór að getað huxað heila huxun eftir lyfjagjöfina þá gaf ég mömmu bréfin. Ég skrifað m.a. það að ef hún hefði þetta af kerlingin þá skyldi ég sko aldeilis halda upp á sjötugsafmælið hennar, það yrði sko Grasagarðurinn tekinn á leigu, Geirmundur myndi sýna sig og ég veit ekki hvað og hvað. Í gær var komið að skuldadögum. Systir mín elskuleg var búin að vera sveitt að baka í marga daga og kom mamma til Reykjavíkur á fimmtudag til að hafa nægan tíma til undirbúnings. Við sendum hana í heilnudd á föstudaginn og fannst henni það æðislegt. Á meðan þeyttumst við systur um bæinn, í Bónus, Hagkaup og gerðum og græjuðum það sem átti eftir að gera. Byrjaði svo ballið kl. 09 á laugardaginn en þá fórum við niðureftir til að henda á brauðtertur og klára að skreyta salinn - við vorum að allan daginn og rétt náðum að henda afmælisbarninu á réttum tíma í eigin veislu :-) Ég hafði því miður ekki efni á því að leigja Grasagarðinn og Geirmundur vildi ekki koma frítt svo við gerðum það besta út öllu. Veislan var haldin í mötuneytinu hjá vinnuni og skreyttum við salinn á hinn ferursta hátt - með dyggri aðstoð Einsa míns :-) Skemmst er frá því að segja að það komu um hundrað manns, allir skemmtu sér vel, átu, drukku og samglöddust með afmælisbarninu. Myndir komnar hér Annars er afmælisbarnið á leiðinni á Höfn að halda aðra eins veislu fyrir Hornfirðinga, en Fríða syss ætlar að vera hennar sérlegur aðstoðarmaður þar - en hún mamma er bara svo ótrúleg að hún þarf varla aðstoð... hún var að klára postulínsnámskeið um daginn og stendur sig eins og hetja í einu og öllu. Mér finnst hún eiga Fálkaorðuna skilið fyrir attitjútið gagnvart veikindum sínum - en hún hristir allt af sér og stendur alltaf uppi sem sigurverari :-) Kaldhæðni örlagana haga því aftur á móti þannig til að við Einsi eigum ,,byrjasamanammli" i dag en það eru þrjú ár síðan við ákváðum að hætta að vera vinir og sofa saman - heldur barasta byrja saman og hætta að vera vinir og sofa sjaldnar saman.. hahhaha....
(3) comments
þriðjudagur, mars 14
 Engin Blingur Gíraffi Drepur Araba Einhentur - ætli það hafi ekki verið samið lag með þetta sem fyrstu laglínu? ... er amk farin að finna til samúðar með öllum þeim sem hafa plokkað á gítar, en þetta er bara rosalega vont :-(
(4) comments
OG ekki nóg með það...
heldur er framhaldssaga þessa árs ennþá að rata á forsíðu D.V. - helvítið sem losaði sig við bernsku barnsíns míns var víst stöðvaður á Leifsstöð um helgina... ekki af lögreglunni, neinei.. það var fórnarlambið sjálft sem stoppaði hann af. Flott hjá henni, you go girl!
(0) comments
Annars...
er gítartími hjá mér á eftir - er með frábærann einkakennara og ekki nóg með það - þarf bara að borga í blíðu :-)
(0) comments
Gubb...
... alveg gæti ég gubbað þegar fólk skýlir sér á bak við félaga- eða trúarsamtök og neitar að horfast í augu við eigin skít og skilja hvað það er helvíti leiðinlegt ... smjörið sem getur ruðst úr feitum munni þeirra er bara viðbjóður. grrr....
(1) comments
föstudagur, mars 10
Smá föstudagsgrín
Kona nokkur var að versla í Bónus-verslun í hverfinu. Hún var búin að setja 3 lítra af létt mjólk í körfuna ásamt 1 eggjabakka með 10 eggjum, 1/2 lítra af appelsínusafa, 1 höfuð kínakál, kaffipakka og bréfi af beikoni. Ölvaður maður fyrir aftan hana í röðinni fylgdist með þegar hún raðaði þessum hlutum á færibandið við kassann. Þegar kassadaman tók til að lesa strikamerkin inn sagði drukkni maðurinn hæglátlega: "Þú ert örugglega einhleyp"! Konunni gramdist þessi ummæli drukkna mannsins en jafnframt fannst henni athugasemdin skondin þar sem það var vissulega rétt, hún var einhleyp. Hún virti fyrir sér þessa sex hluti á bandinu og furðaði sig á hvernig í ósköpunum hann gæti komið með svona fullyrðingu af þessum ósköp venjulegu innkaupum. Forvitnin varð henni um megn svo hún sagði: " Þetta er vissulega hárrétt hjá þér. Hvernig í ósköpunum geturðu séð það??" . . . og drukkni maðurinn svaraði: " Af því að þú ert ljót!"
(2) comments
þriðjudagur, mars 7
Er þetta bros eða hvað?
(2) comments
Á þessum leiðinda tímum er gott að hafa í huga:
Terrorism is the war of the poor. War is terrorism of the rich
(0) comments
mánudagur, mars 6
Oh what a beautiful... weather?
 Blæs birlega í brjóstið á manni núna, þokkalega ömurlegt veður úti - eða jafn slæmt og það var gott um helgina :þ Ótrúlega nice helgi að baki, tengdó í visité og Skúlinn í flugumynd sömuleiðis. Hann var að keppa á körfuboltamóti og var ég vinsamlegast beðinn um að vera ekkert að öskra mikið ,,Áfram Alex Skúli" - heldur halda þessu svona Hattarmeginn... raddböndin fengu því ágætis útreið um helgina sem var ágætt - langt síðan mar hefur verið svona mikið á móti dómurunum, hinum þjálfurunum og svo hinu liðinu. Annars er bara fyndið að sjá þessa stráka hlaupa um, því útlimirnir hafa stundum vaxið of mikið og láta ekki alltaf að stjórn... hehhe... Hér má sjá Alex Skúla (númer 4) í sóknarleik - en þetta er tekið rétt eftir að Höttur skoraði...
(3) comments
fimmtudagur, mars 2
Ekki nóg með það...
... heldur þegar ég labba inn í vinnua í morgun þá var búið að hlekkja reiðhjól við húsið! jahérnahér... :þ
(1) comments
miðvikudagur, mars 1
Djöfuls læti eru þetta...?
Eins og glöggir áhorfendur sáu í fréttunum í kvöld þá voru ólæti í vinnuni minni í dag. Einhverjir vesælir umhverfisverndarsinnar sáu sér ekki annað fært en að athuga með aðgengi fatraðra í húsinu og enduðu á að vera með geðveik læti. hlekkja sig við hvert annað og almenn hrekkjubrögð. Ég hélt fyrst að þarna væru á ferðinni krakkar að ,,trikkaogtrída" en svo var víst ekki... og rann upp kaldur sannleikurinn fyrir okkur þegar Svarta María rann í hlaðið... Alcoa er nefnilega í sama húsi og við... meira vesenið á þessu fólki í dag... Við vorum svosem glaðar því það komu tvær leynilöggur til okkar og fengu að hanga og fylgjast með þessum lýð reyna að finna lykilinn að hlekkjunum - þetta voru svona leynilögur eins og mar sér í bíóinu - sætar, brúnar, stæltar og örugglega með handjárn í innánávasanum... ekkert smá töff... Drottningin rann til á stólnum eins og flóð og fjara... ég vildi ná mér í smá rokkstig hjá þessum DieHard töffurum með því að bjóða mótmælendum inn til okkar.. þeir hefðu getað fengið sleikjó og nammi í tilefni dagsins, en hrökklaðist undan þegar ég sá að þetta voru bara einhverjir tíundubekkingar sem voru orðnir of gamlir til að fara í Kringluna. Ég spyr bara... hefur fólk ekkert betra að gera en að ónáða annað fólk og skapa vandræði og læti? -samt ekkert að kvarta þannig séð... höfðum nokkra konfektmola fyrir andlitunum á okkur í staðinn :-)
(0) comments
|