Einsi að prufa eitthvað skrítið í h-deginu í dag... við pöntuðum chiken salat en fengum þetta... komumst svo að því að þetta var eitthvað sem húsið var að gefa okkur í forrétt... en hvað var þetta... hummm...?
Úfff... þá erum við komin á Hótel og ég get ekki ítrekað hvað ég er fegin... við vorum á heimavist sem var svona: Og fórum yfir á Hótel sem er svona: Með eigin baðherbergi, háþrýstiklósetti, eigin tölvu og erum við búin að tengja framhjá henni til að geta notað lappann og alla íslensku stafina sem eru á honum... lífið tók snögga u-beygju í gær til hins betra hvað aðbúnað varðar :-)
Ég sé um að blogga fyrir daginn í dag (31.07) en Einsi fer líklegast að drífa sig í að blogga um fyrradag... það er svo mikið að gera hjá okkur að við höfum lítin tíma til að sinna dagbókarskirifum inn á Hugleik :/
Í dag er áætlað að fara í morgunmat saman og svo ætlum við á geggjaðan útimarkað hér rétt hjá... svo er Galadinner í kvöld svo ætli maður komist nokkuð í samband aftur fyrr en seint í nótt... en þá eruð þið bara að skríða í vinnuna, elskurnar...
Takk fyrir að láta mig vita með þá gömlu, Fríða mín..... :-) Vonandi hefur verið ógeðslega gaman í Grundafirði um hlegina :-)
Aevintyrin halda afram ad gerast her og eru thau farin ad renna saman i eina supu i okkar huga. Gaerdagurinn rann saman vid bid, sinaskeidabolgu og bjug sem blandad saman vard thess valdandi ad eg hefdi thurft ad vera i hjolastol eins og Fatlafol, vid Einsi got misplaced i tvo tima og gaedarnir okkar fengu Flog, vid nadum ad sja Thysku syninguna sem var Frabaer i alla stadi, sumir fengu ad fara a opnunarhatidina, adrir foru a Makedoniu... osfr... Thetta endadi allt i Festival klubbnum og var studid vist thar til morguns ... og thegar vid forum i bakariid okkar kl. 10 i morgun tha maettum vid nokkrum Thjodverjum sem voru enn ad fagna syningunni sinni fra deginum adur, ferskir, fullir og fleira sem byrjar a effi...
Vid aetlum ad bjoda upp a A little taste of Iceland fyrir folkid i kvold og erum ad sigla a songaefingu fyrir thad nuna... eins gott ad koma ut ollu thessu Islenska Brennivini sem var keypt i frihofninni heima og smyglad til landsins med miklu veseni... Fleiri frettir eru a www.hugleikur.is
Vonandi hafa allir thad gott heima... vonast til ad koma inn einhverjum myndum inn a morgun :)
Jaeja, eftir mikla leit, bid og eg veit ekki hvad og hvad tha erum vid komin i netsamband vid heiminn. Thad a ad vera thradlaust samband her og aetludum vid thvilikt ad bruka lappann til ad halda dagbok en thad hefur ekkert gengid afallalaust her... Ofskipulag hatidarinnar er tvilikt ad vid vitum sjaldan fyrirfram hvad vid verdum ad gera eftir 10 min - hvad tha daginn eftir. Koreubuar sleppa okkur ekki ur sinni augsyn og fylgja okkur tulkar og gaedar oll okkar skref - mas ef einhver verdur eftir til ad taka naestu lyftu, tha verdur einhver eftir til ad passa okkur. Their segja ad thettta se vegna slaemrar reynslu theyrra af innflytjendum - en hvisludu tvi ad okkur ad thau vita vel ad slikt a vaentanlega ekki vid um okkur...
Hvad um thad, thad thydir litid ad aesa sig yfir svona smamunum, enda er thetta i alla stadi mjog hjalpleg og kurteis thjod og vid heppin med ad fa tvaer ungar og skemmtilegar stelpur sem okkar hjalparhellur.
Vid forum i skodunarferd um Masan i gaer, en skodunarferdin reyndist vera verslunarferd med storu Vaffi, vid vorum ad fra 09;30 til 16 en tha sagdi eg og bumban minn Stopp, hingad og ekki lengra og vid Einsi forum ad leggja okkur fyrir kvoldsyninguna. Her er svooo heitt, um 35 stig eda eitthvad og mikill raki... en thad er ogo gaman og er vel passad upp a ad madur drekki vel (vatn) og agaetlega huxad um mann... thott heimavistinn se ekki upp a marga fiska, en vid erum ad fara a hotel a manudaginn svo madur lifir thetta vel af... a madur ekki ad lenda i aevintyrum a medan madur er her uti?
Bid ad heilsa ollum, veit ekkert hvenaer madur kemst aftur ,,i samband" ;>
...útskýrt fyrir mér djókið á bak við Fluggerlita-auglysinguna... þessi Atli og Gísli sem enda á að dansa... og eru bara sauðalegir á allan hátt... Einsa datt í hug að þetta væri vegna þess að maður fær ókeypis rakamæli ef maður keypir ákveðið magn af viðarvörn og eiga þeir þá að vera rakir...? Maður spyr sig...?
Stal frá síðunni þeirra Sunnu og Magga agalega sneddý dæmi... sjá hér til hliðar...
Annars vorum við að umreikna smá í kóreskum gjaldmiðli og komumst að því að það er auðvelt að verða milljónamæringur þarna úti... milljón krw eru ekki nema sextíuþúsundkall :-)
Okkur er það mikil ánægja og heiður að kynna fyrir landanum litla krílið okkar sem ætlar að verða vatnsberi og kemur kannski í afmælisgjöf til mömmu sinnar, er sett semsé 24 janúar - dagsetningin hefur breyst frá 26. janúar svo kannski verður maður orðinn léttari þegar næsta afmæli brestur á hjá manni. Það er ekki slæmt að koma með kríli 1993 og svo aftur 15 árum seinna eða árið 2008, heilsan mín er frábær en ég hef ,,aðeins" bætt á mig 8 kg. og sef eins og moþerfokker. Barnið orðið 6,2 cm að stærð sem er cirka bát svona stórt
>>_____________________________<<
Hér eru nokkrar myndir: Með nebba, varir og naflastreng... tveir stúfar eru þarna líka... Dansa, hvað er ber'a en að dansa?? Þöms öpp - mikið verður gaman að koma í heiminn, júhú! Þarna eru tásurnar á mér - pínkuponsj...
Sýningarnar um helgina tókust svona líka rjómandi vel, örfá sæti laus á laugardagskvöldinu og koluppselt á sunnudaginn, það var æðislegt að sjá hvað það komu margir (jafnvel í 3ja eða 4rða sinn) til að sjá þetta ótrúlega skemmtilega stykki sem fæddist hjá leikhópnum 2004... gaman að sjá hvað það lifir lengi og hróðurinn á eftir að fara um margar heimsálfur núna :-) Við höluðum inn svo marga pjéninga - mikil hamingja í fjárhagsgeiranum okkar og útlit fyrir að maður geti farið vel í ruglið í innkaupum í Kína... júhú!
Fengum áritanirnar frá kínverska sendiráðinu í gær, en ég hafði miklar áhyggjur að mín fyrri Falum gong mótmæli hefðu orðið þess valdandi að mér yrði aldrei hleypt inn í landið. Sprautur verða kláraðar af í næstu viku og svo er bara að fara að finna nægilega s t ó r a r töskur til að taka með sér út...
Annars er lítið að frétta, gerði mér ferð í Hagkaup til að fjárfesta í nýjum íslenskum kartöflum og hafði kjötfars með kálbögglum með þeim í kvöld... bakaði svo brownies á eftir svo maður getur sig lítið hreyft sökum ofmeltu... úff, það er erfitt að vera íslendingur :/
.. í fyrsta sinn á Íslandi (á þessu ári), í síðasta sinn í þessari heimsálfu (á þessu ári)... síðasti sjéns...
Opin æfing laugardagskvöldið kl. 20 sem og sunnudagskvöldið kl. 20 í Möguleikhúsinu við Hlemm(þessi sýning er reyndar ekki alveg staðfest)... Sýningin er ætluð til fjáröflunar fyrir yfirvofandi leikferð, en eins og flestir vita erum við á leið á leiklistarhátíð alþjóðlega áhugaleikhússambandsins IATA í Suður-Kóreu í lok mánaðarins. Miðinn á lágmark 1.500,- en framlög eru frjáls... Miða má panta hjá mér í síma 865-0383 eða senda í emilslúguna siggabigga@gmail.com ...
Þeir sem náðu ekki til að sjá stykkið á sínum tíma, endilega skella sér núna... þeir sem eru búnir að gleyma því hvað hún er æðisleg, endilega rifja það upp. Þetta er ódýrari skemmtun en t.d. bíóferð, almenn leikhúsferð, einnig vel undir hraðaksturssektum... svo allir skella sér :-)
Alveg dáist ég að Evu, Skeiðunni mínni Húla og fleirum sem eru svo duglegir að blogga svona líka skemmtilega. Þessir bloggarar koma manni oft til bjargar þegar ekkert er að gera í vinnuni eða maður þarf að drepa nokkarar mínútur, án þess að drepa sjálfan sig í leiðinni... úr leiðindum :-) Ég amk hef komist að því að þegar það er svona gott veður úti og sólin skín allan sólarhringinn þá vil ég helst vera að steikja síðuspikið úti á svölum og blása eins og hvalur í stíl...
Annars er fullt að gerast, nenni bara aldrei að blogga um það - orðnar gamlar fréttir áður en maður getur sagt ,,nýjarfréttir" og allt breytt um leið og maður hefur tekið ákvörðun um að beygja til hægri... ég er t.d ekki að fara til Roskilde... ónei - sendi þess í stað fulltrúa minn og er búin að fá loforð frá einum um að fá hringingu þegar goðin mín í Red Hot Chilli Peppers stíga á svið... hefði svosem alveg verið til í að vera blindfull alla helgina með Öldu minni í ókunnugum tjöldum að lenda í allskonar ævintýrum og koma heim hás, blönk og allskonar allskonar... en maður verður að forgangsraða rétt í sínu lífi :-)
Svo er undirbúningur fyrir K/K (Kórea og Kína) í fullum gangi og nánari fréttir af því koma seinna í dag eða á mogun... get lofað ykkur því að þeir sem hafa misst af ákveðnum atburði sem helst enginn hefði mátt missa af, fá hér með tækifæri til að sjá, uppgötva, hlægja, gráta, hrífast, hneykslast... nánari fréttir síðar... spennan magnast...!