Fjölskyldan a ferð og flugi...
Við Alli skelltum okkur til mömmsu í langa helgarheimsókn á meðan Einsi dvelur í góðu yfirlæti í landi bauna og bjórs - það er verið að nota síðasta tækifærið áður en jólastússið byrjar... aðeins mánuður til jóla og svo annar til þangað til litla barnið okkar kemur í heiminn. Merkilegt hvað tíminn flýgur...
Lífið hér gengur út á að vera með stöðuga vörutalningu í ísskápnum, sofa og slaka á - Einsi aftur á móti er að testdræfa jólabjórinn hjá Bjarna og Elvu og sofa út.
Vonandi fer helgin um ykkur blíðum höndum :-)