Það er fallegt útsýni frá sjöunda himni... :-)
Í dag var stór dagur hjá Sæborgu okkar - hún útskrifaðist með fyrstu einkun úr 5.daga skoðuninni, farin að þyngjast og var svo róleg og þæg að læknirinn sem skoðaði hana datt engin önnur skýring í hug en að hún hefði skapið frá föðurfjölskyldunni :-) Annars er hver dagur bara yndislegur, hún sefur og er vær en lætur hressilega vita af sér á milli, sérstaklega þegar pabbsi er að hreinsa nabblastúfinn... en þá er ég bara að hreinsa lungun mín :-)
Á morgun fer hún í fyrsta baðið sitt og hlakkar gamla settinu mikið til að rifja upp hvernig á að baða svona lítinn kropp. Kannski splæsa þau svo bara í nýjan bíl - en það þýðir ekkert að vera á Yaris þegar fjölskyldan er orðin svona stór, er það? Einsi ætlar að skoða flottan Prius á morgun en málið er að hann er rauður - en ég er ekkert sérlega hrifin af svoleiðis bílum - finnst þeir vera eitthvað svo Liverpoollegir en það er ógó halló :-/
Læt fylgja með eina mynd af Sæborgu og Ömmu Nóu - ég er líka af og til að bæta við myndum í flotta
albúmið :-)