Rúmlega vikugömul... há tæm flæs!
Mér finnst eins og það hafi bara verið í fyrradag sem ég eignaðist þessa litlu dömu - en það eru víst komnir heilir 8 dagar síðan. Haldið var upp á vikuafmælið í gær með bakkelse og svo fór heimilisfaðirinn út og fjárfesti í flottum Prius handa okkur - spurning hvað hann ætlar að gera þegar daman verður 2ja vikna? Ég set einbýlishús eða sumarbústað á óskalistann... :-)
Annars gengur allt glimrandi vel - mjólkin flæðir og maður getur varla þverfótað fyrir barnadóti á heimilinu... maður verður lítið var við lífið fyrir utan þennan eggjaskurn sem maður lifir inn í - er eiginglega dauðfegin því að þetta rugl í borgarstjórnarmálunum sé eitthvað sem maður er lítið að æsa sig yfir þessa dagana ... veit samt að Villi er greinilega að stóla á Alsheimer Light okkar Reykvíkinga og vonar að allt sé grafið og gleymt þegar hann ákveður hvort hann verði kjurr eða loki hljóðlega á eftir sér á leiðinni út...
Betra er þá að horfa og dást að lítilli dömu með pínku pons táslur og enn smærri neglur... :-)

Svo er ég hér með frænda mínum - Gullu- og Gummasyni en hann er akkúrat 3 mánuðum eldri en ég... við verðum ekkert smá flott í framtíðinni þegar við erum byrjuð að labba.. og hlaupa ... og prakkarast um... Íha!