Tunglsýki Siggudísar

 

Bloggarar :

    Lilja & co.
    Halla krútt!
    Spunkhildar snilldin
    Þórunn Gréta
    Krumminn:-)
    Kynlegi Kvisturinn
    Ingunn
    Lilja lipurtá
    Bjarni og Elva
    Þráinn Sláinn
    Vibba
    Ásta Yfirnorn
    Gerður
    Siggi Huldar
    Syss
    Die Skelfir
    Svandís
    Skotta
    Heida The Beib
    Ási
    Ari bró
    Sigga Lára
    Gunnella glímudrottning
    Kollý
    Varrius
    Naflaló
    Nafna min
    Skaldid

Skemmtilegir krakkagormar

    R.E.M.
    G.S.M.
    Karitas Kjartansdóttir
    Guðlaug Nóa

Myndir

     Myndir
     Fleiri myndir
     Enn fleiri myndir
     Enn emm fleiri myndir
     Vetur 2007
     Eldgamalt
     Vetur 2008
     Dóttirin fallega
     Mars
     Marokkó
     Apríl & maí
     Sumar 2008
     Sumar 2008 Part Deux
     September 2008
     Október 2008
     November & des 2008

Hreyfimyndir

     Við á Youtube
  

     

Fyrri færslur:


     

    

 


laugardagur, apríl 12

Laugardagur til alsælu :-) 

Hún Nóa okkar er þvílíkt að gera hlutina þessa dagana. Jóhanna hjúkka kom á fimmtudaginn og tók stöðuna á dömunni en hún var þá rúmlega 9 vikna - orðin 5.480 grömm en við vitum ekki hvað hún var eða er löng því það er bara mælt upp á heilsugæslu. Get samt trúað að hún sé búin að lengjast heilmikið því ekki fer þetta allt í spik á dömunni :-) Hún er farin að grípa hluti með smá einbeitingu og hefur sýnt einbeittan vilja til að taka utan um snuðið sitt (tekist fimm sinnum), dótið sitt (tekist nokkrum sinnum), hárið á mér (tekist einu sinni), hakan á mér (tekist tvisvar) og svo er rosalega gaman að Rífa í nefið á mér... tekist einu sinni ... og þá einu sinni of oft :-/ Hún er svo skemmtileg og hjalar endalaust mikið til mín, syngur ef þannig liggur á henni og yfirleitt er vel hægt að tala hana til ef hún er að kvarta - henni bara leiðist ef hún hefur ekkert skemmtilegt fyrir augum sér. Hún er einnig farin að snúa sér á hliðina - hún er svo virk og yfirlett öll á iði og finnst agalega gaman að snúa sér... það líður örugglega ekki á löngu þar til hún fer alveg á magan - Jóhanna hjúkka sagði að það gæti gerst hvenær sem er svo það borgar sig ekki að skilja hana eftir á skiptiborðinu - ef hún snýr sér (kannski bara óvart) þá er fallið ógurlega hátt :-/ Mér finnst þetta bara allt vera að gerast svo hratt... svo stutt síðan hún hélt varla höfði og sýndi lítil viðbrögð... en samt eins og maður sé búinn að eiga hana alla ævi :-)

Í dag erum við að fara að skoða ungbarnasundið sem hún fer í - annars er þessi laugardagur bara bókaður í sælu - ætla ekki að sjá rykið hér inni... bara sólina úti, manninn sem ég dái og barnið sem ég elska :-)

Góða helgi!

Comments:
knúúús
 
Skrifa ummæli