Allt að gerast hjá Nóunni okkar!
Jahérna, ég nenni ekki að blogga í nokkra daga og þá er allt í einu sinni fullt fullt búið að gerast - svo mikið að ég ætla að láta myndirnar tala frekar okkar máli og læt smá skýringar fylgja með...
Við fengum sérsaumaða slingið okkar og það fer Einsa bara asssgoti vel.
Búin að fara í fullt af heimsóknum í fína vagninum...
...meðal annars til tvillana.
Sif og Bjartmar komu í heimsókn.
Við fórum í fermingarveislu...
...þar sem Einsi gleymdi að fara í skó í stíl við Armani fötin.
Í dag tók Gulla Nóa eftir Gullu ketti í fyrsta sinn!
Og síðast en ekki síst, þá miðaði ég á og greip um leikfangið mitt í fyrsta sinn!!